föstudagur, nóvember 19, 2004

Um Wiki

Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum.
Þær alfræðiorðabækur sem við þekkjum eru smíðaðar þannig að hópur sérfræðinga undir ákveðinni ritstjórn skrifar bókina saman. Wiki gerir kleift að skrifað öðruvísi alfræðiorðabók, hver sem er getur skrifað og breytt hverju sem er, wiki er reyndar opin fyrir árásum og vísvitandi skemmdarverkum.

Kostirnir eru þeir að allir geta skrifað, ekki þarf að logga sig inn, hægt að vinna beint frá vafra, auðvelt er að laga og leiðrétta, einföld uppsetning, ekki þarf að kunna html. Wiki er ekki bara athugasemdakerfi það er kerfi sem gerir öllum kleift að tala þátt í að byggja upp þekkingarkerfi- bæta við og breyta því sem fyrir er út frá sinni þekkingu.

Ókostir eru þeir að allir geta breytt öllu, erfitt er að hafa einhverja eina sýn á hvað er rétt/hvað vefurinn á að snúast um, enginn á umræðuna/innihaldið, fólk á erfitt með að þurrka út það sem aðrir hafa skrifað. Wiki getur sölnað og tenglar rotnað í tímans rás - t.d. á fáförnum síðum þar sem enginn hirðir um að bæta við og breyta.

Wiki er væntanlega það sem koma skal, við eigum bara eftir að venjast því að vera ,,besservissarar"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home