föstudagur, október 29, 2004

Dagbók 30. okt.

Tók upp örkennsluverkefnið bekkjarsystur minnar, downlodaði PP-Producer og örkennslumyndinni minni. Byrjaði að vinna Örkennsluverkefnið.miðvikudagur, október 27, 2004

Dagbók 27. okt.

Eyddi allri helginni í FrontPage í að reyna að setja upp heimasíðu, ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og gera örkennsluverkefnið um leið. Gekk ágætlega þar til ég kom að því að ákveða útlitið, rammana´, Ég byrjai á því að nota uppgefnu rammana og setti síðan grunnlit úr Thems. Taldi mig vera að gera vitleysu og reyndi ítrekað við Frames. Eftir mikla yfirlegu, margar heimasíður og póstsamskipti við Salvöru ákvað ég að hætta við örkennsluverkefnið og halda áfram með tilbúnu grindurnar og Thems. Held að ég sé að átta mig á heimasíðunni......

Erum að taka upp örkennsluverkefnið í dag

föstudagur, október 22, 2004

Dagbók 22. okt.

Salvör sýndi hvernig á að setja skjá með stjórntökkum á stuttmyndina, minnti á örkennsluverkefnið fyrir næsta tíma.
Tíminn fór í kynningu á "Hot Potatoes" forritinu, gerðum verkefni og settum það á vef. Salvöru finnst uppsetningin á nýju heimasíðunni minni of flókin vill að ég noti ,,ramma" frekar.

miðvikudagur, október 20, 2004

Dagbók 20. nóv.

Salvör kynnti ný verkefni í stað skólaheimsóknar, stuttmynd og námsefni á vef, ég er að hugsa um að velja námsefni á vef.

Fórum í gagnvirkni í verkefnum á vefsíðu, setti stuttmyndina á heimasíðuna.

Dagbók 20. nóv.

Salvör kynnti ný verkefni í stað skólaheimsóknar, stuttmynd og námsefni á vef, ég er að hugsa um að velja námsefni á vef.

Fórum í gagnvirkni í verkefnum á vefsíðu, setti stuttmyndina á heimasíðuna

miðvikudagur, október 13, 2004

Dagbók 13.10.

Er í tíma hjá Salvöru, búin að klára stuttmyndina og komin áleiðis með Front Page er þó ekki búin að gera upphafssíðuna, varð nokkru nær eftir aukatímann.

miðvikudagur, október 06, 2004

Dagbók 1. og 6. okt

Ræddum Deilismálið á föstudaginn, Salvör hvatti okkur til að lesa okkur til um málið og gaf okkur slóðir. Unnum í myndvinnslu forritinu Macromedia Fireworks gerðum hreyfimyndir.

Í dag miðvikudag kynnti Salvör Win Movie Maker, sýndi okkur örverkefni nemenda og ljósmyndasögu, hún hvatti okkur til að hefja undirbúning.

Í lok tímans byrjuðum við á kennslu- og skilasíðunum í Front Page.

þriðjudagur, október 05, 2004

Vefleiðangurinn með björgum

Vefleiðangur
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull


Fyrir nemendur í 8. – 9.b grunnskóla
Höfundur Hulda Skúladóttir sept. 2004

1. Kynning
Vestast á Snæfellsnesi er yngsti Þjóðgarðurinn á Íslandi, hann heitir ,,Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull”. Þið eruð að fá hóp af krökkum í heimsókn i byrjun júní, það hefur verið ákveðið að þið farið ásamt gestunum í þjóðgarðinn í þrjá daga. Ykkar hlutverk er að útbúa og stjórna dagskrá fyrir hópinn sem inniheldur fræðslu, afþreyingu, skemmtun, mat og hvíld.

2. Verkefni
Nemendur eiga að búa til tímasetta dagskrá fyrir alla dagana, mikilvægt að vera meðvituð um vegalengdir milli staða og gefa hópnum hæfilegan tíma.
Á dagskránni þarf að koma fram hvenær vaknað er, morgunmatur, brottfarartíma, áfangastaðir, leiðsögumenn, ábyrgðarmenn hvers viðburðar tilnefndir, ferðamáti fyrir hverja ferð, klæðnaður, máltíðir, hvíld, afþreying o.s.frv.
Finna upplýsingar um hvers vegna þetta svæði varð fyrir valinu sem þjóðgarður, landfræðilega legu svæðis, landmótun, örnefni, sögu, gönguleiðir, útsýnisferðir á sjó og landi, söfn, atvinnuvegi, þjónustu, gistingu, veitingasölu, sund o.fl.
Gera glærusýningu um merkustu þættina (einnig mætti gera lítinn bækling).
Skipa ábyrgðarmenn og leiðsögumenn fyrir dagskrárliði.

3. Ferlið
Nemendur skoða vefslóðir sem koma fram í björgunum.
Hugflæði nemenda, hvað vilja þeir gera með hópnum.
Nemendum skipt í hópa út frá verkefnum eftir áhugasviði nemenda ef hægt er.
Ferðamáti, gisting, matur og afþreying.
Landfræðilegar upplýsingar.
Sagan.
Bókmenntirnar.
Atvinnuhættir.
Samráðshópur hópstjóra hvers hóps:
ákveður dagskrárliði
hvaða tæki og tól þarf
hvar er hægt að sýna glærusýninguna, í rútunni, í gistiaðstöðu .....
Hópurinn gerir glærusýningu með tali og myndum úr sínu efni .
Hver hópur skipar ábyrgðarmenn/leiðsögumenn með sínum atriðum.

4. Bjargir
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_jokulhals.htm
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_djupalonssandur_dritv%c3%adk.htm
http://hem.passagen.se/gistihof/2/afpreyingis.html
http://www.randburg.is/is/snb/snb_is1.asp
http://www.randburg.is/is/snb/snb_is2.asp
http://www.randburg.is/is/snb/snb_is3.asp
http://www.randburg.is/is/snb/snb_is.asp
http://www.snjofell.is/islenska/snaefellsnes2.html
http://www.travelnet.is/GHI/isl/Journey/sv_vl/snaefellsbaer.htm
http://www.snb.is
http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysingar/Tjodgardar/Snaefellsjokull/inngangur.htm

5. Matið
Metin samvinna og afrakstur hópsins og virkni hvers og eins.
Matslisti á tölvutæku formi fyrir hópana
Var tímasetta dagskrá fyrir alla dagana Já O Nei O
Var eftirfarandi tekið fram ?
morgunmatur, brottfarartíma, áfangastaðir, leiðsögumenn, ábyrgðarmenn, ferðamáti fyrir hverja ferð, klæðnaður, máltíðir, hvíld, afþreying
Var ætlaður hæfilegan tími fyrir hvern dagskrárlið ? Já O Nei O
Voru settar fram upplýsingar um hvers vegna þetta svæði varð fyrir valinu sem þjóðgarður, um landfræðilega legu svæðis, landmótun, örnefni, sögu, gönguleiðir, útsýnisferðir á sjó og landi, söfn, atvinnuvegi, þjónustu, gistingu, veitingasölu, sund o.fl. sett fram á aðlaðandi hátt
Var glærusýningin/bæklingurinn upplýsandi ? Já O Nei O
Voru skipaðir ábyrgðarmenn og leiðsögumenn fyrir dagskrárliði ? Já O Nei O
Matsblað fyrir nemendur á tölvutæku formi
Veist þú meira um landsvæðið en þeir vissu fyrir? Já O Nei O
Vantaði eitthvað eða mátti eitthvað fara betur ? Já O Nei O
Myndi þig langa til að fara þessa ferð ? Já O Nei O

Deilismálið

Eftir að hafa lesiðá netinu um Deilismálið er ég í raun sannfærðari en áður um mikilvægi þess að taka höfundarréttarmálin til gagngerrar endurskoðunar. Hér er á ferðinni gamla góða ,,rassían” þar sem örfáir einstaklingar eru teknir til að verða öðrum ,,víti til varnaðar”.

Frá því í upphafi ljósvakamiðlunar hefur landslýður tekið upp efni á segulbönd, myndbönd og í dag geisladiska. Bækur og tímarit hafa verið ljósrituð sl. 30 ár og myndefni notað til skreytinga. Að sjálfsögðu eiga höfundar allra þessara verka rétt á að fá laun fyrir vinnu sína en hver á að halda utan um það. Tölvan og Internetið er fyrir nútímamanninn eins og bókasafnið, blaðið, blýanturinn og líkleg kalkipappírinn var fyrir rúmum tuttugu árum síðan.

Mér fundust eftirtaldar greinar útskýra vandann, þó tvær fyrrnefndu séu full langar.
Ólöf Benediktsdóttir ,,Höfundarréttur og stafrænt efni á bókasöfnum” http://www.bokasafnid.is/23arg/oben99.html,
,,Höfundaréttur og skyld réttindi að kvikmyndum” eftir Tómas Þorvaldsson http://www.producers.is/LANDOGSYNIR/28/rettur.htm
,,Rafrænn höfundarréttur” eftir Má Örlygssonar http://mar.anomy.net

Már er í lok greinarinnar með ákveðnar tillögur um lausn sem gætu leyst þessi mál, ég leyfi mér að umorða hluta greinarinnar hér að neðan.

Hann leggur fram spurningu um hvort það eigi að vera lögverndaður réttur höfundar að hafa fullkomna stjórn á því hver fær að sjá og upplifa hugverkið hans? Stórir eigendur hugverka (Deilismálið) leita leiða með aðstoð ríkisvaldsins til að læsa hugverk sín inni og byggja stór og flóknu kerfi til þess að takmarka og stjórna aðgengi að þeim og setja strangar tæknilegar hömlur á möguleika móttakandans til að njóta hugverksins eða nýta það.
Hann spyr hvort réttur höfundarins takmarkist við að fá skýlausa viðurkenningu og sanngjarna umbun fyrir sína vinnu í einhverju eðlilegu hlutfalli við það hversu vel móttakendum líkar við hugverkið og hversu mikils virði það er þeim? Hér er mun opnari og óhindraðri miðlun hugverkanna þar sem eigendur hugverka keppast um að vekja á sér athygli og ná til sem flestra móttakenda og njóta svo aðstoðar ríkisvaldsins við að innheimta einhvers konar stefgjöld og/eða frjálsar greiðslur í hlutfalli við útbreiðslu og vinsældir hugverkanna.
Már bendir á að hægt sé að sjá fyrir sér heim þar sem báðar leiðirnar eru farnar og eigendur hugverka geta valið hvora leiðina þeir fara og njóta þá mismunandi höfundarréttarverndar frá löggjafanum eftir því hvora leiðina þeir velja.
Niðurstaða Más er sú að líklegt megi teljast að sú leið að takmarka aðgengi móttakenda að hugverkum með tæknilegum aðgangsstýringarkerfum reynist einungis hagkvæm í þeim tilfellum þegar hugverkið er mjög einstakt, dýrt og stórt, en þegar um smærri og ódýrari hugverk er að ræða (t.d. tónlist) þá svari það hreinlega ekki kostnaði að fara þá leið (beint og óbeint), og opna, frjálsa "stefgjaldaleiðin" valin í staðinn. Í raun séum við byrjuð að feta þessa blönduðu leið í dag.
Ég held að við getum ekki stöðvað tækniframfarir með lögregluaðgerðum, en með raunhæfri framkvæmanlegri löggjöf er það hægt a.m.k. gagnvart stærri hugverkum sem eru eign ákveðinna aðila. Þrátt fyrir að margir ættu von á því, hætti fólk ekki að fara í bíó nema fyrst eftir sjónvarpstækin komu á markað og síðar myndbandstækin, það hætti ekki heldur að lesa með tilkomu útvarps. Allir þessir miðlar efldust og sköpuðu fleiri tækifæri fyrir höfunda, það sama á við um Internetið.