miðvikudagur, september 29, 2004

Vefleiðangur

Vefleiðangur
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull


Fyrir nemendur í 8. – 9.b grunnskóla
Höfundur Hulda Skúladóttir sept. 2004


Kynning
Vestast á Snæfellsnesi er yngsti Þjóðgarðurinn á Íslandi, hann heitir ,,Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull”. Þið eruð að fá hóp af krökkum í heimsókn i byrjun júní, það hefur verið ákveðið að þið farið ásamt gestunum í þjóðgarðinn í þrjá daga. Ykkar hlutverk er að útbúa og stjórna dagskrá fyrir hópinn sem inniheldur fræðslu, afþreyingu, skemmtun, mat og hvíld.
Verkefni
Nemendur eiga að búa til tímasetta dagskrá fyrir alla dagana, mikilvægt að vera meðvituð um vegalengdir milli staða og gefa hópnum hæfilegan tíma.
Á dagskránni þarf að koma fram hvenær vaknað er, morgunmatur, brottfarartíma, áfangastaðir, leiðsögumenn, ábyrgðarmenn hvers viðburðar tilnefndir, ferðamáti fyrir hverja ferð, klæðnaður, máltíðir, hvíld, afþreying o.s.frv.
Finna upplýsingar um hvers vegna þetta svæði varð fyrir valinu sem þjóðgarður, landfræðilega legu svæðis, landmótun, örnefni, sögu, gönguleiðir, útsýnisferðir á sjó og landi, söfn, atvinnuvegi, þjónustu, gistingu, veitingasölu, sund o.fl.
Gera glærusýningu um merkustu þættina (einnig mætti gera lítinn bækling)
Skipa ábyrgðarmenn og leiðsögumenn fyrir dagskrárliði
Ferli
Nemendur skoða vefslóðir sem koma fram í björgunum
Hugflæði nemenda, hvað vilja þeir gera með hópnum
Nemendum skipt í hópa út frá verkefnum eftir áhugasviði nemenda ef hægt er.
Ferðamáti, gisting, matur og afþreying
Landfræðilegar upplýsingar
Sagan
Bókmenntirnar
Atvinnuhættir
Samráðshópur hópstjóra hvers hóps
ákveður dagskrárliði
hvaða tæki og tól þarf
hvar er hægt að sýna glærusýninguna, í rútunni, í gistiaðstöðu .....
Hópurinn gerir glærusýningu með tali og myndum úr sínu efni
Hver hópur skipar ábyrgðarmenn/leiðsögumenn með sínum atriðum
Bjargir
Gat ekki fært slóðirnar úr Favorites
Mat
Metin virkni hvers og eins, samvinna og afrakstur hópsins
Matslisti á tölvutæku formi
Var tímasetta dagskrá fyrir alla dagana Já O Nei O
Var eftirfarandi tekið fram ?
morgunmatur, brottfarartíma, áfangastaðir, leiðsögumenn, ábyrgðarmenn, ferðamáti fyrir hverja ferð, klæðnaður, máltíðir, hvíld, afþreying
Var ætlaður hæfilegan tími fyrir hvern dagskrárlið ? Já O Nei O
Voru settar fram upplýsingar um hvers vegna þetta svæði varð fyrir valinu sem þjóðgarður, um landfræðilega legu svæðis, landmótun, örnefni, sögu, gönguleiðir, útsýnisferðir á sjó og landi, söfn, atvinnuvegi, þjónustu, gistingu, veitingasölu, sund o.fl. sett fram á aðlaðandi hátt
Var glærusýningin/bæklingurinn upplýsandi ? Já O Nei O
Voru skipaðir ábyrgðarmenn og leiðsögumenn fyrir dagskrárliði ? Já O Nei O

Matsblað fyrir nemendur á tölvutæku formi
Veist þú meira um landsvæðið en þeir vissu fyrir? Já O Nei O
Vantaði eitthvað eða mátti eitthvað fara betur ? Já O Nei O
Myndi þig langa til að fara þessa ferð ? Já O Nei O

miðvikudagur, september 22, 2004

Dagbók 22.sept.

Í dag kynnti Salvör fyrir okkur vefsíðu sem allir geta farið inn á http://wikipedia.org Þetta er einskonat alfræðisíða á mörgum tungumálum, allir geta sent inn efni og það sem merkilegra er allir geta farið inn á greinarnar og lafært og breytt.

Við fórum því næst inn á Skólaspjallið http://www.asta.is/spjall svöruðum fyrirspurn frá nem og sendum mynd með.

Þegar þessu lauk snérum við okkur að vefsíðugerð í Frontpage, Salvör hafði undirbúið ramma fyrir vefrallýið og vefleiðangurinn á heimasíðunni http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf.htm Hún kenndi okkur að afrita form vefleiðangurs og setja það inn á heimasiðu. Ég á ekki enn heimasíðu svo ég gat ekki klárað verkefnið

Í Tíma hjá Stefáni Jökulssyni, Miðlun =nám, gerði ég ásamt þremur piltum þriggja mínútna fréttaþátt.

Góður dagur, þetta er allt að koma.

Vefrallý

Vefrallý


Hér kemur fyrsta tilraunin mín til að gera vefrallý!

Vefrallý um hálendi Íslands

Höfundur Hulda Skúladóttir

Vefrallýið er hugsað fyrir nemendur í 6. og 7. bekk grunnskóla.

Tilgangurinn er að þjálfa nemendur í því að vera fljótir að finna og ná í upplýsingar á netið, skrá þær jafn óðum í ritvinnsluskjal og hvar upplýsingarnar er að finna á viðkomandi heimasíðu.

Verkefnið á að vera einstaklingsverkefni svo allir nemendur fá að spreyta sig. Þegar nemendur hafa öðlast leikni í svona vinnu má láta þau vinna tvö og tvö saman og keppa innan bekkjarins um hvaða par er fljótast að vinna og er með flest rétt svör.

Nemendur gera skjal í Word eða Power Point, merkja það verkefninu og sjálfum sér, afrita svörin, myndirnar og staðsetningu upplýsinganna á heimasíðunni og senda svörin til kennarans í tölvupósti.

Krakkarnir eiga að nota Íslandsvefinn http://www.islandsvefurinn.is/ til að finna svörin.

Spurningar

 1. Nefndu 5 stærstu jöklana á hálendi Íslands
 2. Veldu tvo jökla og segið frá stærð í ferkílómetrum og hæð
 3. Sýndu myndir af jöklunum sem þú valdir
 4. Nefndu 5 merkustu fjöllin á hálendi Íslands
 5. Veldu tvö fjöll og segið frá hæð þeirra og á hvaða landshluta þau eru
 6. Sýndu myndir af fjöllunum sem þú valdir
 7. Nefndu 5 stærstu árnar á hálendi Íslands
 8. Veldu tvær og segið frá upptökum þeirra, lengd og hvar þær falla til sjávar.
 9. Sýndu myndir af ánum sem þú valdir
 10. Nefndu 2 stærstu vötnin á hálendi Íslands
 11. Veldu annað og segið frá stærð í ferkílómetrum, dýpt og í hvaða landshluta það er
 12. Sýndu mynd af vatninu sem þú valdir
 13. Nefndu 3 helstu akvegi um hálendi Íslands
 14. Hve langt er í kílómetrum frá Reykjavík:
 15. í Herðubreiðarlindir
 16. til Akureyrar um Kjalveg
 17. Einnig er meiningin að bæta við spurningum um gróður og dýralíf

  © 2004 Hulda Skúladóttir. Síðast uppfært 21-sep-04

mánudagur, september 20, 2004

Erfiður dagur

Góðan daginn !

Hér hef ég setið við nýju fartölvuna mína í stofunni heima á Hellissandi að blogga um kennslustundirnar okkar í ,,Upplýsingar og skólastarf" og mína upplifun af kennslu og heimanámi. Ég gerði þau mistök að forða ekki því sem ég var að skrifa og týndi öllu heila klabbinu, átti eftir síðustu kennslustund, var búin að setja inn linka, kópera úr leiðbeiningunum hennar Salvarar o.s.frv.

Ég held að ég geymi mér þetta verkefni þar til á morgun .........................

Kveðja, Hulda tölvu ..................... :)


miðvikudagur, september 15, 2004

1. mynd


1. mynd
Originally uploaded by Hulda1.

lokaútgáfa


lokaútgáfa
Originally uploaded by Hulda1.

Fyrsta bloggið

Þá hefur mér tekist að komast inn á bloggið mitt, það var einfaldara en ég hélt : ) : )


sunnudagur, september 12, 2004

prófa blogg

Hér prófa ég bloggið hjá Huldu.
Salvör

miðvikudagur, september 08, 2004

Dagbbók 8.september 2004

Þá er komið að því að ég hefji dagbókarskrif

Kennslustundin 8. september
Til að útskýra sína kennslufræðilegu sýn sagði Salvör okkur sögu um innflutninginn á fyrsta traktornum sem kom til Íslands í byrjun þriðja áratugar síðustu aldar. Enginn hafði áhuga á traktornum allir höfðu meiri trú á framförum í ,,tæknivæðingu viðhengja” á þarfasta þjóninn, hestinn. Allir vissu hvað þeir höfðu og voru hræddir við að prófa eitthvað nýtt. Þessa sögu skildi ég á þann veg að það sem ég kann núna er þarfasti þjónninn minn en ég verð að vera tilbúin til að kynna mér og taka upp nýjungar. Ég mun hafa þessa sögu að leiðarljósi þessa önn.

Salvör fór yfir kennsluáætlunina, hana er að finna á vefsíðu námskeiðsins; http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf.htm

Þá kom kynningin á fyrstu nýjunginni, að læra á og prófa www.flickr.com. sem er netsamfélag (social network) sem sýslar sérstaklega með myndir og myndstrauma. Grunnaðgangur að Flickr er ókeypis og einfalt að skrá sig, eins og segir í leiðbeiningum Salvarar á vefsíðunni.

Þegar við vorum búin að skrá okkur á Flickr kom næsta kynning en það var web logs, www.blogger.com. Grunnaðgangur er líka ókeypis. Salvör segir m.a. um bloggið í leiðarvísinum á vefsíðunni:
Blogg - annálar - viðburðaskrár - dagbækur - fréttabréf á vefnum (web logs) eru eins konar dagbækur þar sem eigendurnir geta skráð inn og birt stuttar greinar og úrdrætti, hugmyndir og hugsanir og ýmis konar upplýsingabúta (og myndefni Hulda)án þess að þurfa að uppfæra vefsíður á hverjum degi. Flestir annálar á vefnum eru eingöngu innlegg frá einum aðila, eigandi annálsins er pistlahöfundur sem hefur sérstakt lykilorð sem gerir honum kleift að slá inn pistla gegnum vefinn. Hann getur þannig hvar sem hann er staddur í heiminum farið á vefinn og bætt í dagbókina sína. Ef aðrir hafa notendanafn og lykilorð geta þeir líka bætt í dagbókina, þannig er hægt að nota svona annála við ýmis konar ferilskráningu, viðburðaskrár, fréttamiðlun og hópvinnu þar sem framlögin koma í tímaröð og við viljum að það nýjasta sé efst.

Eftir að hafa skráð okkur með örlitlum tæknilegum erfiðleikum, uppálagði Salvör okkur að kynna okkur þessa nýju ,,traktora” heima. Skella inn myndum á Flickr og halda dagbók á Blogginu.