þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Lokadagbók 31.nóv.

Ég er að leggja lokahönd á Skilasíðuna mína allt að verða komið á sinn stað. Þetta er nú meiri handavinnan. Ég hef lært heilmikið á þessu öllu.

Ég er ánægðust með að hafa náð að gera heimasíðuna mína næstum því sjálf en þakka þó góðar ábendingar og aðstoð. Ég gerði vefsíður fyrir öll námskeiðin mín og setti inn öll verkefnin inn á þær svo nú get ég sýnt allan afraksturinn og á hann á vísum stað.

Ég sé í hendi mér að það borgi sig að formatta tölvuna mína um jólin og setja hana upp, upp á nýtt þar sem hún er uppfull af gögnum og drasli.

Takk fyrir samveruna og megið þið öll eiga gleðileg jól.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Um Wiki

Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum.
Þær alfræðiorðabækur sem við þekkjum eru smíðaðar þannig að hópur sérfræðinga undir ákveðinni ritstjórn skrifar bókina saman. Wiki gerir kleift að skrifað öðruvísi alfræðiorðabók, hver sem er getur skrifað og breytt hverju sem er, wiki er reyndar opin fyrir árásum og vísvitandi skemmdarverkum.

Kostirnir eru þeir að allir geta skrifað, ekki þarf að logga sig inn, hægt að vinna beint frá vafra, auðvelt er að laga og leiðrétta, einföld uppsetning, ekki þarf að kunna html. Wiki er ekki bara athugasemdakerfi það er kerfi sem gerir öllum kleift að tala þátt í að byggja upp þekkingarkerfi- bæta við og breyta því sem fyrir er út frá sinni þekkingu.

Ókostir eru þeir að allir geta breytt öllu, erfitt er að hafa einhverja eina sýn á hvað er rétt/hvað vefurinn á að snúast um, enginn á umræðuna/innihaldið, fólk á erfitt með að þurrka út það sem aðrir hafa skrifað. Wiki getur sölnað og tenglar rotnað í tímans rás - t.d. á fáförnum síðum þar sem enginn hirðir um að bæta við og breyta.

Wiki er væntanlega það sem koma skal, við eigum bara eftir að venjast því að vera ,,besservissarar"

Dagbók 19.11.

Umfjöllun um Wiki frjálsu alfræðibókina, hægt að skrif inn breytingar á greinum, setja inn nýtt efni og afla upplýsinga. Kynna sér, skrifa pistil á blogg.

Setja upp myndir í Front Page
ctrl c hnappurinn kallar fram og slekkur á Task Pane stikuna á hægri væng
Toggle Pane flýtihnappurinn kallar fram og slekkur á geymslunni á vinstri væng

Setti inn Vefrallýið

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Dagbók 14. nóv.

Sit heima á Hellissandi er að vanda að grautast í heimasíðunni minni. Hef tekið þá ákvörðun að henda öllu því sem ég er búin að gera og byrja upp á nýtt. Það koma alltaf fram einhverjar draugasíður sem ég er löngu búin að henda út. Vonandi verður heimasíðan orðin virk aftur á morgun.

Dagbók 14. nóv.

Sit heima á Hellissandi er að vanda að grautast í heimasíðunni minni. Hef tekið þá ákvörðun að henda öllu því sem ég er búin að gera og byrja upp á nýtt. Það koma alltaf fram einhverjar draugasíður sem ég er löngu búin að henda út. Vonandi verður heimasíðan orðin virk aftur á morgun.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

10. nóvember

Er að renna yfir heimasíðu námskeiðsins, ég er enn óvirk á Bloggrúllunni hjá Salvöru. Ég held að að stafi af rangri dagsetningu á Blogginu mínu. Ég er búin að reyna að breyta því en það virðist ekki ganga.

Dagbók 10. nóvember

láraði örkennsluverkefnið mitt í morgum gerði það klátr á netið, lagaði skilasíðuma mína set verkefnin inn um helgina. Þá er best að líta á heimaprófið .............................

föstudagur, október 29, 2004

Dagbók 30. okt.

Tók upp örkennsluverkefnið bekkjarsystur minnar, downlodaði PP-Producer og örkennslumyndinni minni. Byrjaði að vinna Örkennsluverkefnið.



miðvikudagur, október 27, 2004

Dagbók 27. okt.

Eyddi allri helginni í FrontPage í að reyna að setja upp heimasíðu, ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og gera örkennsluverkefnið um leið. Gekk ágætlega þar til ég kom að því að ákveða útlitið, rammana´, Ég byrjai á því að nota uppgefnu rammana og setti síðan grunnlit úr Thems. Taldi mig vera að gera vitleysu og reyndi ítrekað við Frames. Eftir mikla yfirlegu, margar heimasíður og póstsamskipti við Salvöru ákvað ég að hætta við örkennsluverkefnið og halda áfram með tilbúnu grindurnar og Thems. Held að ég sé að átta mig á heimasíðunni......

Erum að taka upp örkennsluverkefnið í dag

föstudagur, október 22, 2004

Dagbók 22. okt.

Salvör sýndi hvernig á að setja skjá með stjórntökkum á stuttmyndina, minnti á örkennsluverkefnið fyrir næsta tíma.
Tíminn fór í kynningu á "Hot Potatoes" forritinu, gerðum verkefni og settum það á vef. Salvöru finnst uppsetningin á nýju heimasíðunni minni of flókin vill að ég noti ,,ramma" frekar.