Lokadagbók 31.nóv.
Ég er að leggja lokahönd á Skilasíðuna mína allt að verða komið á sinn stað. Þetta er nú meiri handavinnan. Ég hef lært heilmikið á þessu öllu.
Ég er ánægðust með að hafa náð að gera heimasíðuna mína næstum því sjálf en þakka þó góðar ábendingar og aðstoð. Ég gerði vefsíður fyrir öll námskeiðin mín og setti inn öll verkefnin inn á þær svo nú get ég sýnt allan afraksturinn og á hann á vísum stað.
Ég sé í hendi mér að það borgi sig að formatta tölvuna mína um jólin og setja hana upp, upp á nýtt þar sem hún er uppfull af gögnum og drasli.
Takk fyrir samveruna og megið þið öll eiga gleðileg jól.